Ali Shaheed Muhammed

Af því að dagurinn í dag hefur verið frekar slappur ætla ég að deila hér þessu frábæra viðtali við Ali Shaheed Muhammed, liðsmann úr einni af minni uppáhalds hljómsveitum frá upphafi, A Tribe Called Quest.

Alltaf þegar ég kemst í viðtöl við tónlistarfólkið sem ég elskaði fyrir tíma internetsins þá ligg ég í þeim því á þeim tíma þurftum við virklega að hafa fyrir að grafa upp minnstu bita af upplýsingum um listafólkið. Að finna svona gullmola er því eins og að grafa upp heila fjarsjóðskistu 30 árum eftir að þú fannst lykilinn að henni.

A Tribe Called Quest er enn gullstandard hipp hoppsins. Ali Shaheed hefur ekki gert síðri hluti síðan.

Ég gæti líka hlustað á þessa rödd endalaust, en það er önnur saga. I’m sharing the joy.

Leave a comment