Ég sá þessa þætti fyrir nokkrum árum og þeir hafa setið í mér. Ég tengi svo við þetta þar sem börnin mín eru einmitt í sporum þessa fólks. Þetta fólk er hinsvegar nær mér í aldri og tilheyrir þar með fyrstu kynslóð svartra barna í Bandaríkjunum sem fæðast með full borgararéttindi á við hvíta jafnaldra sinna. Hversu sturlað er það? Ég tek þó fram að þetta markaði að sjálfsögðu ekki endalok rasisma eða mismununar. Strögglið heldur áfram.
Richard og Mildred Loving brutu blað í sögu Bandaríkjanna þegar þau giftu sig í trássi við lög í fylkinu sem þau bjuggu í og unnu mál sitt gegn fylkinu í hæstarétti. Þetta var árið 1967. 7 árum áður en ég fæddist. Fram að þessu voru hjónabönd milli fólks af „ólíkum kynþáttum“, og reyndar líka hjónabönd svartra, álitin ólögleg í sumum fylkjum. Mál Loving hjónanna varð til þess að ríkið dæmdi slík lög í trássi við stjórnarskrána.
:format(jpeg)/cdn.vox-cdn.com/uploads/chorus_image/image/55300437/lovings1.0.jpg)
Þættirnir hér að neðan eru viðtöl við nokkra Bandaríkjamenn af blönduðum uppruna og eru mjög áhugaverð og gefa góða mynd af fjölskyldusamböndum fólks af ólíku litarhafti. Samfélagið er með alls konar hugmyndir um slík sambönd sem lita gjarnan samskipti þeirra og samlíf. Þetta setur aukna pressu á þessi sambönd, sem ætti í raun að vera óþörf, enda nógu mikið sem lagt er á fjölskyldur þar fyrir utan.
Ég hvet fólk til að kynna sér mál Loving hjónanna og hlusta á fólkið sem hér talar um sína reynslu.

Leave a comment