Category: Uncategorized
-
Gil Scott Heron – I’m New Here
Um daginn skrifaði ég hér pistil um Gil Scott Heron og sagði frá síðustu plötunni sem hann gaf frá sér. Mér finnst þessi plata alveg mögnuð að því leyti að hún er eins og brú milli gamals og nýs, sem er í raun það sem Gil var. Hún er eins og uppgjör hans við lífið…
-
Maðurinn með vatnsbyssuna
Suma daga finn ég mig svo mikið í þessu lagi. Það er einmitt í dag. Þetta lag kom fyrst út á plötu Disposable Heroes of Hiphopricy en er hér í magnaðri endurútgáfu í flutningi næstu hljómsveitar höfundarins, Michael Franti, Spearhead. Til nánari útskýringa þá er vatnsbyssumaður Frantis í því að slökkva elda um víða veröld…
-
Földu konurnar í hipp-hoppi
Árið 2017 skilaði ég BA ritgerð í stjórnmálafræði um konur í hipp-hoppi og fór yfir rætur hipp-hopps sem pólitískrar hreyfingar og hvernig markaðsvæðing þess hefur ýtt konum út á jaðarinn sem einhverskonar fylgihlutum. Ég skoðaði samhliða sögu svartra Bandaríkjamanna, frelsishreyfingar þeirra og hvernig svartar konur hafa horfið í skugga sögunnar hvort sem litið er til…
-
Getum við plís hætt að verðlauna fólk fyrir að vera fífl?
Það er ofboðslega erfitt að orða þennan pistil með varfærnum hætti. Ég mun því ekki endilega gera það. Hinsvegar er ég hugsi yfir #metoo bylgjunni sem gengur yfir núna. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn eða einstök mál, heldur langar mig að taka á samfélagsmeini sem heitir kapítalismi, sem bókstaflega gengur út á að…
-
Að klifra upp á við
Ég hef verið lyfjalaus í nokkra daga og það hefur ekki verið sérstaklega skilvirkt. Lyfið sem ég tek gerir mér kleift að gera hluti út daginn (lifa nokkuð normal lífi) og þegar það klárast og lyfjaendurnýjunin tekur óhóflega langan tíma þá hlaðast upp verkefni og allt fer í klessu. Svona eins og síðan áður en…
-
Minningin um Gil Scott-Heron
Tónlistariðnaðurinn í Bandaríkjunum er eitt það ógeðfelldasta og um leið undarlegasta batterí sem um getur og er ein skýrasta mynd arðráns í kapítalísku samfélagi. Módelinu hefur verið líkt við nútíma þrælahald og hafa þó nokkrir listamenn og fræðafólk reynt að afhjúpa og gera þá staðreynd heiminum ljósa. Að rýna í meðferð og afdrif svartra listamanna…
-
Í frjálsu falli
Af því að ég hef lofað sjálfri mér því að setja hér inn einn pistil á dag þá verða „off“ dagarnir mínir tónlistardagar. Þá daga skrifa ég frá hjartanu um hvernig mér líður og finn lag til þess að segja afganginn af því sem ég er hugsa. Í dag er ég lyfjalaus (endurnýjun á lyfseðli…
-
Minningin um bell hooks
Þann 15. desember síðastliðinn lést bandaríski rithöfundurinn, fræðikonan, baráttukonan og samfélagsrýnirinn bell hooks. Hún lést á heimili sínu 69 ára að aldri. Hér að neðan er að finna umfjöllun um andlát hennar á Democracy Now, þar sem vonkona hennar og kollegi, Beverly Guy-Sheftall, prófessor í kynjafræði við Spelman College, fer yfir feril hennar og boðskap.…
-
Þriðji dagur ársins er ekki að gera sig
Ég svaf mjög lítið svo dagurinn í dag er ekki mikill til skrifta. Þegar þannig stendur á þá er hausinn á milljón stöðum í einu og ég á svakalega erfitt með einbeitingu. Bakið á mér er líka að skipa mér að leggjast aftur niður og ég þarf víst að hlýða því. Þetta eru víst verkir,…
-
Persónuleg pólitík, popúlismi eða bara pólitík?
Það eru um fjögur ár síðan ég steig inn í veruleika „hefðbundinna“ stjórnmála. Líf mitt, eins og fjölmargra annarra sem tilheyra jaðarsettum hópum samfélagsins, hefur reyndar alltaf verið pólitískt. Þegar ég segi „hefðbundin“ stjórnmál er ég náttúrulega að vitna til þess sem almennt er vitnað til sem stjórnmála, innan þar til gerðra stofnana þar sem…
