Í kvöld er ég að fylgjast með þessu streymi frá frelsishreyfingu í Bandaríkjunum sem berst fyrir að frelsa pólitíska fanga úr fangelsum Bandaríkjanna. Margir hafa eytt meirihluta ævi sinnar á bak við rimla og í burtu frá fjölskyldum sínum og ástvinum, margir af þeim fyrir að hafa tekið þátt í hreyfingu Black Panthers og fleiri frelsishreyfingum jaðarsettra hópa í Bandaríkjunum.
Fjölskyldur þeirra og félagar hafa mörg hver barist fyrir því árum og jafnvel áratugum saman að fá þá lausa, enda margir orðnir gamlir og veikir. Heimsfaraldurinn sem nú stendur yfir hefur líka gert aðstæður fanga afskaplega erfiðar og hefur bætt við auka álagi á fjölskyldurnar sem þegar eru áhyggjufullar um velferð ástvina sinna.
Þetta kerfi er einfaldlega ómannúðlegt og grimmt og á sér engan stað í nútímanum. Það er náttúrulega hneyksli að ríki sem telur sig leiðandi í siðmenningu heimsins fari með borgara sína á þennan hátt.


Leave a comment