Að klifra upp á við

Ég hef verið lyfjalaus í nokkra daga og það hefur ekki verið sérstaklega skilvirkt. Lyfið sem ég tek gerir mér kleift að gera hluti út daginn (lifa nokkuð normal lífi) og þegar það klárast og lyfjaendurnýjunin tekur óhóflega langan tíma þá hlaðast upp verkefni og allt fer í klessu. Svona eins og síðan áður en ég byrjaði að taka þetta lyf fyrir næstum ári síðan.

Það er kannski ekki undarlegt að þetta lag sé á toppnum yfir mest spiluðu lögin á Spotifyinu mínu síðasta ár því að eftir að ég fékk þetta lyf gat ég farið að hugsa mér nokkuð eðlilegt líf. Eins langt og það nær. Byrjaði að klifra upp á við. Það er samt ekki viðfangsefni lagsins, ég bara greip þessa tengingu af því að hún var tilfallandi.

Lagið er af plötunni „Black on both sides“ frá listamanninum áður þekktum sem Mos Def (nú Yasiin Bey). Þessi plata kom út rétt fyrir síðustu aldamót og var óvenjuleg að því leyti að hún spannaði mjög vítt svið tónlistar og opnaði vettvang fyrir aðra listamenn í hipp hopp senunni að sýna á sér fjölbreyttari hliðar. Mos Def, sem var helst þekktur sem rappari á þeim tíma, sauð þarna saman meistaraverk sem sýnir djúpar og breiðar rætur hipp hopp tónlistar, en sýndi einnig fjölhæfni og margbreytileika listamannsins sjálfs. Það eru ekki margar plötur sem ég hef haldið upp á í heild sinni um ævina (jú, ok, þær eru nokkrar…. en samt) en Black on Both sides er pottþétt ein af þeim.

Þetta lag er nokkurs konar vakningaróður til fólks, en textinn er alsettur tilvitnunum í allskonar sem eiginlega hver verður að sjá fyrir sig. Hann hefur sterka tilvitnun í frelsun svarts fólks úr þrældómi, sem á margan hátt hefur leitt það í annars konar helsi sem það hefur gengið inn í sjálfviljugt eða ómeðvitað og misst tengsl bæði við sjálft sig og hvert annað. Ég treysti mér ekki til að brjóta textann frekar niður hér og nú, en mér finnst þetta lag magnað í headfónum þegar ég er úti.

Samfélagið (kapítalíska neyslusamfélagið, til að vera nákvæm) er alsett gildrum sem afvegaleiða okkur frá því að standa saman og berjast fyrir frelsi okkar. Klifrum upp úr þeim og finnum frelsið. That’s my take.

Mos Def feat. Vinia Mojica – Climb

People climbed into the night like space suits
People stepped into the night like moon boots
Marching like moon troops
In their zoot colored zoot suits

People climbed into the night like cool wells
Shiny bottles in their hands
Drinking their new selves
They say it’s their true selves

People climbed up in the night like green trees
They were hanging from the night like green leaves
Buzzing like queen bees

People climbed into the night like space suits
People stomped inside the night
Stomping and stomping and stomping and stomping and stomping

Where are they going?
What’s the rush?
Everybody’s embraced but so out of touch
Hey

Night-time is when the things get heavy
You feel alone and you want somebody
Loneliness whispers desperate measures
And you’re frantic all by yourself

Night-time is when the things get heavy
You feel alone and you want somebody
Loneliness whispers desperate measures
Baby don’t make no fast moves
Baby don’t make no fast moves, tonight

People stomped inside the night
Let me climb into the night
Let me climb

Yasiin Bey (a.k.a. Mos Def)
Vinia Mojica

Leave a comment