
Tónlistariðnaðurinn í Bandaríkjunum er eitt það ógeðfelldasta og um leið undarlegasta batterí sem um getur og er ein skýrasta mynd arðráns í kapítalísku samfélagi. Módelinu hefur verið líkt við nútíma þrælahald og hafa þó nokkrir listamenn og fræðafólk reynt að afhjúpa og gera þá staðreynd heiminum ljósa. Að rýna í meðferð og afdrif svartra listamanna í þessu samhengi er einstaklega sláandi, en þar eru konur þó öllu berskjaldaðri fyrir illri meðferð en karlar, þótt útkoman geti verið svipuð þegar upp er staðið. Fjöldi stórkostlega hæfileikaríkra listamanna af afrísk-amerískum uppruna hafa endað líf sitt í klóm fíknar og er áhugavert að velta fyrir sér hversu mikið blóð plötufyrirtækjarisarnir hafa á höndum sér fyrir að hafa lokað fólk úti í kuldanum þegar búið var að kreista út úr þeim allt sem þeir voru taldir hafa upp á að bjóða. Ég hef horft á óteljandi heimildamyndir og þætti um listamenn þar sem fjölskyldur sitja eftir ráðalausar og fá enga aðstoð fyrir fólkið sitt, sem þó ætti að hafa á bakvið sig mikið fjármagn og úrræði til að finna bata og heilun. Það steiktasta í þessu öllu er að ef listamaðurinn vill fara eigin leiðir, sem plötufyrirtækið vill ekki, þá getur það fyrirtæki í raun grætt meira á listamanninum að honum látnum en með hann lifandi. Þetta er ömurleg staðreynd kapítalisma sem þarna verður einstaklega ógeðfelld. Það skilur okkur líka eftir með spurninguna um hversu mörg dauðsföll hefði verið hægt að koma í veg fyrir og hversu mörg voru beinlínis morð?
Eins og fram kemur í þessari stuttu heimildamynd hér að neðan, um hinn stórmerka listamann Gil Scott-Heron, sem er hlekkurinn milli tveggja kynslóða úr djassi og blús yfir í hipp hopp (eins og Talib Kweli lýsir svo vel í myndinni), þá yfirgaf hann Arista plötufyrirtækið þar sem hann vildi ekki beygja sig undir hugmyndir Clive Davis um næstu skref í tónlistarsköpun sinni. Clive kemur þarna fram eins og hann hafi bara verið að biðja hann um „smá málamiðlanir” til að fá aukna „commercial success“. Þetta finnst Clive hið sjálfsagðasta mál en þetta er auðvitað algerlega óþolandi. Þetta lýsir einfaldlega óstjórnlegri frekju þessara manna sem fara með listamennina eins og vöru á markaði. Þessi fyrirtæki tróna á toppi fæðukeðjunnar í iðnaðinum og stjórna hvað fær að fara í spilun, hverjir vinna saman, hvernig fólk lítur út (þarna verða konur almennt fyrir meira áreiti), hvað er gert, o.s.frv. Tónlistarðinaðurinn er alsettur fólki sem vinnur við að kreista út úr listamönnum það sem hægt er án þess að leggja fram nein markverð verðmæti sjálft. í þokkabót slær það svo sjálft sig til riddara og hrósar sjálfu sér (með dyggri hjálp meðvirkra áhangenda) fyrir að hafa „náð að láta hluti gerast”.
List er í eðli sínu pólitísk. Hún verður til í mannlegri þörf til að túlka eigin upplifanir og samfélagið í kringum sig. Gil hafði sérstaka gjöf til að gera einmitt þetta. Hann var snillingur með bæði tungumál og tóna og verkin hans tala við sálina í okkur. Hann talaði mikið um fíkn og afleiðingar fátæktar, kerfisbundinnar mismununar, rasisma og fáránleika bandarísks samfélags (kapítalisma, nýlendustefnu og nýfrjálshyggju). Það kemur ekki fram í þessari mynd, en Gil var hluti þeirra listamanna sem störfuðu samhliða Black Panthers og mynduðu hreyfingu sem kallaðist Black Arts Movement og var menningararmur byltingarinnar.
Það er þyngra en tárum taki að þessi glæsilegi og hæfileikaríki maður hafi hægt og rólega horfið inn í heim fíknar, sem varð honum að lokum að bana. Ég verð hinsvegar að koma því að að síðasta platan hans er algert meistaraverk. Hún er kannski ekki á pari við hans beittustu og markverðustu eldri verk (sem eru of mörg til að telja upp, almáttugur!) en hún stendur eftir sem nokkurs konar uppgjör. Hann talar frá hjartanu og segir frá æsku sinni og uppvexti, því sem mótaði hann.
Lengi lifi minningin um Gil Scott Heron og aðra fráfallna listamenn sem ekki náðu að lifa sitt æviskeið á enda í fullum blóma. Listamenn sem samt gáfu svo mikið af sér en guldu fyrir það bæði með eigin lífi og þjáningu fólksins sem elskaði þá.
Mig langar að bæta við textanum við Home is where the hatred is, sem ég get ekki hlustað á án þess að tárast. Hann lýsir lífi fíkils svo átakanlega vel, enda var hún bein lýsing á hans eign upplifun. Esther Phillips gerði cover af þessu lagi sem einnig er vert að hlusta á og er ekki síðri en upphaflega útgáfan.
Plötufyrirtæki og tónlistariðnaðurinn mega hinsvegar fokka sér. Að frelsa listina undan kapítalismanum hefði mátt gerast fyrir lifandis löngu.
A junkie walking through the twilight
I’m on my way home
I left three days ago
But no one seems to know I’m gone
Home is where the hatred is
Home is filled with pain and it
Might not be such a bad idea
If I never, never went home again
Stand as far away from me as you can
And ask me why
Hang on to your rosary beads
Close your eyes to watch me die
You keep saying, kick it, quit it, kick it, quit it
God, but did you ever try
To turn your sick soul inside out?
So that the world, so that the world
Can watch you die?
Home is where I live
Inside my white powder dreams
Home was once an empty vacuum
That’s filled now with my silent screams
Home is where the needle marks
Try to heal my broken heart
And it might not be such a bad idea
If I never, if I never went home again
Home again
Home again
Home again
Kick it, quit it
Kick it, quit itKick it, quit it
Kick it, can’t go home again
Home again
Home again
You know I can’t go home again


Leave a comment